fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Arnar ræðir stöðuna á lykilmönnum – „Þetta lítur helvíti vel út“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 09:00

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur mætir Egnatia frá Albaníu í 2. umferð undankeppni Sambansdeildarinnar í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, var spurður út í stöðuna á hópnum í viðtali við 433.is í gær.

Um er að ræða fyrri leik liðanna og fer hann fram hér heima. Bæði lið töpuðu í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Lykilmaðurinn Aron Elís Þrándarson er snúinn aftur úr meiðslum, sem eru ansi góð tíðindi fyrir Víkinga.

„Aron lítur betur og betur út. Það eru allir að koma til baka. Menn eru að ná sér andlega og líkamlega eftir Shamrock leikina. Þetta lítur helvíti vel út,“ sagði Arnar.

Það virðist þó enn vera eitthvað í bakvörðinn Davíð Örn Atlason. Arnar vonast til að geta gefið honum mínútur í Bestu deildinni um helgina.

„Mögulega verður Davíð Atla ekki í hóp. Hann er byrjaður að æfa og mögulega gefum við honum mínútur á móti HK á sunnudag svo hann geti spilað útileikinn (gegn Egnatia).“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar í heild sinni, en þar var farið yfir víðan völl.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
Hide picture