Jonny Evans mun spila með enska stórliðinu Manchester United á næstu leiktíð en þetta hefur verið staðfest.
Evans er 36 ára gamall varnarmaður en hann var fenginn aftur til United fyrir síðustu leiktíð sem kom á óvart.
Hann endaði á að spila marga leiki á tímabilinu og hefur nú skrifað undir eins árs framlengingu.
Evans spilaði 30 leiki fyrir United í öllum keppnum í vetur og stóð sig nokkuð vel.
Reynsluboltinn mun fá annað tækifæri til að spila fyrir sitt félag en ef meiðsli United verða skárri á næsta tímabili gætu tækifærin verið af skornum skammti.