Dani Olmo, leikmaður Spánar, segir að hann og liðsfélagar sínir séu alls ekki hræddir við miðjumanninn Jude Bellingham.
Bellingham er einn besti miðjumaður heims ef ekki sá besti en hann spilar með Real Madrid.
Englendingurinn mun mæta Spánverjum á morgun í úrslitaleik EM en hingað til hefur hann ekki heillað á mótinu.
Olmo viðurkennir að Bellingham sé flottur leikmaður en að Spánverjar séu alls ekki hræddir við hans framlag.
,,Ég er ekkert hræddur. Bellingham er mikilvægur hlekkur þarna og spilar fótbolta,“ sagði Olmo.
,,Hann er alltaf í mikilvægu hlutverki og er leikmaður sem við þurfum að passa okkur á en ég óttast engann.“