Thiago Alcantara, fyrrum leikmaður Barcelona, Bayern Munchen og Liverpool, ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.
Thiago sást þó æfa með stórliði Barcelona í gær en litlar líkur eru þó taldar á því að hann spili með liðinu í vetur.
Þessi fyrrum miðjumaður gerir sér vonir um að verða hluti af þjálfarateymi Hansi Flick á næsta tímabili.
Flick tók við Barcelona í sumar og er mikil pressa á Þjóðverjanum að skila árangri á Nou Camp.
Thiago er aðeins 33 ára gamall en hann lék með Barcelona alveg frá 2005 til ársins 2013.
🚨🎥| Thiago Alcantara has been spotted at Barça’s training session today 👀 [@socblaugranafc] #fcblive pic.twitter.com/byT9pJy2il
— BarçaTimes (@BarcaTimes) July 11, 2024