fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Sara Björk og Hallbera Guðný heiðraðar í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. júlí 2024 12:30

Sara Björk. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir verða heiðraðar af UEFA fyrir leik Íslands og Þýskalands fyrir að hafa leikið 100 A-landsleiki.

Þær verða heiðraðar sérstaklega áður en þjóðsöngvarnir verða leiknir fyrir leikinn á morgun, föstudag, og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og hylla leikmennina.

KSÍ hafði þegar heiðrað leikmennina fyrir að leika 100 A-landsleiki, en það var gert á 74. ársþingi sambandsins sem haldið var árið 2020.

Hallbera Guðný.

Sara Björk Gunnarsdóttir er fædd árið 1990 og er því 34 ára gömul á þessu ári. Hennar fyrsti A-landsleikur var gegn Slóveníu árið 2007 í undankeppni EM 2009. Á ferli sínum með A-landsliðinu lék hún 145 landsleiki og skoraði í þeim 24 mörk, en hún var lengi fyrirliði liðsins.

Hallbera Guðný Gísladóttir var á 22. aldursári þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008, gegn Póllandi á Algarve Cup. Hallbera, sem er fædd 1986, lék 131 landsleik fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 3 mörk.

Miðasala á Ísland-Þýskaland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning