James Rodriguez gæti verið á leið aftur til Evrópu en það er miðillinn El Nacional sem greinir frá.
Það væri ansi áhugavert skref og þá sérstaklega því James er orðaður við lið Atletico Madrid í spænsku höfuðborginni.
James þekkir vel til borgarinnar en hann lék með Real Madrid í sex ár og hélt svo til Everton í eitt tímabil.
Eftir það samdi miðjumaðurinn í Katar, Grikklandi og leikur nú með Sao Paulo í Brasilíu.
James hefur heillað marga með frammistöðu sinni á Copa America í sumar en hann er landsliðsmaður Kólumbíu.
James er 32 ára gamall en hann fagnar 33 ára afmæli sínu á morgun.