Sky Sports segir að Steve Cooper sé búinn að ganga frá samkomulagi við Leicester um að taka við þjálfun liðsins.
Í morgun töldu ensk blöð að Graham Potter væri að taka við þjálfun liðsins.
Nú virðist Cooper vera að landa starfinu en hann var rekinn frá Nottingham Forest á liðnu tímabili.
Leicester er aftur komið upp í ensku úrvalsdeildina en Enzo Maresca hætti með liðið til að taka við Chelsea.
Leicester virðist hafa hætt við að ráða Potter sem hefur verið atvinnulaus í meira en ár, hann var þá rekinn frá Chelsea.