Ísland mætir Englandi í vináttulandsleik á Wembley í kvöld en um er að ræða síðasta leik enska liðsins fyrir Evrópumótið.
Varnarlína liðsins er þunnskipuð en bæði Guðlaugur Victor Pálsson og Hjörtur Hermannsson eru meiddir og geta ekki tekið þátt.
Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað fótboltaleik í þrjá mánuði og því ólíklegt að hann byrji leikinn i kvöld.
Svona er líklegt byrjunarlið Íslands í kvöld.
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Englandi:
Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford FC – 9 leikir
Alfons Sampsted – FC Twente – 21 leikur
Sverrir Ingi Ingason – FC Midtjylland – 49 leikir, 3 mörk
Daníel Leó Grétarsson – Sonderjyske Fodbold – 17 leikir
Guðmundur Þórarinsson – OFI Crete F.C. – 15 leikir
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping – 56 leikir, 6 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley F.C. – 91 leikur, 8 mörk
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille – 17 leikir, 3 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven – 35 leikir, 4 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen – Lyngby Boldklub – 22 leikir, 6 mörk
Mikael Neville Anderson – AGF – 26 leikir, 2 mörk