„Tilfinningin er geggjuð,“ sagði Guðný Árnadóttir við 433.is eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM í kvöld.
Aðstæður í dag voru erfiðar, ansi hvasst í Laugardalnum.
„Þetta var erfiður leikur. Mér fannst við vera að vinna þær í baráttunni og mér fannst við eiga sigurinn skilinn,“ sagði Guðný.
Íslenska liðið fékk á sig jöfnunarmark undir lok fyrri hálfleiks en sýndi karakter og skoraði sigurmark í þeim seinni.
„Það var að sjálfsögðu högg en við höfðum mikla trú því við vissum að við yrðum með vindinn í bakið í seinni hálfleik,“ sagði Guðný.
Nánar er rætt við hana í spilaranum.