Burnley hefur sett sig í samband við Alan Pardew um að taka við þjálfun liðsins en liðið er að leita að næsta stjóra liðsins.
Vincent Kompany var keyptur úr starfi í síðustu viku og tók við stórliði FC Bayern.
Pardew var síðast með Aris í Grikklandi en hann hefur stýrt West Ham, Crystal Palace og Newcastle meðal annars.
Hann var síðast þjálfari West Brom á Englandi árið 2018 en gæti nú fengið starfið hjá Burnley.
Frank Lampard hefur einnig verið orðaður við starfið en óvíst er hver tekur við Burnley á endanum.