Luis Diaz og Joe Gomez leikmenn Liverpool eru báðir á óskalista liða í Sádí Arabíu og munu fá tilboð í sumar samkvæmt fréttum.
Daily Mail segir að báðir séu á lista hjá liðum í sumar þar í landi.
Fjöldi leikmanna fór til Sádí Arabíu síðasta sumar og seldi Liverpool þá Fabinho og Jordan Henderson þangað.
Liverpool hefur því reynslu af því að selja leikmenn þangað og eiga við klúbba í Sádí Arabíu með góðum árangri.
Bæði Diaz og Gomez eru 27 ára gamlir og eru því á besta aldri en óvíst er hvort Liverpool sé tilbúið að selja þá.