Thomas Tuchel vonast til þess að fá stjórastarfið hjá Manchester United í sumar. Hann bíður og sér hvað gerist. Ben Jacos blaðamaður í Englandi segir frá.
Forráðamenn Bayern telja að Tuchel telji sig eiga möguleika á starfinu og hafi sökum þess hafnað því að halda áfram með Bayern.
Forráðamenn United eru að gera upp tímabilið og sjá hvort reka eigi Erik ten Hag úr starfi knattspyrnustjóra.
Ten Hag endaði tímabilið á að vinna enska bikarinn en forráðamenn United hafa rætt við nokkra þjálfara síðustu vikur.
Tuchel vill snúa aftur til Englands og telur sig geta komið Manchester United aftur í röð þeirra bestu.