Mason Greenwood mun ekki skrifa undir hjá Borussia Dortmund í sumar. Talksport segir að þýska liðið ætli ekki að eltast við hann.
Dortmund er eitt þeirra liða sem hefur skoðað það að kaupa Greenwood af Manchester United í sumar.
Talksport segir að þýska félagið telji sig ekki geta klófest hann og hafi því farið að leita annað.
Talksport segir einnig að Greenwood og fjölskylda vilji helst búa áfram í Madríd þar sem hann hefur verið á láni hjá Getafe.
Það gæti opnað dyrnar fyrir Atletico Madrid að kaupa hann en félagið hefur sýnt því mikinn áhuga.
Bæði lið eru staðsett í Madríd en United fer fram á um 40 milljónir punda fyrir enska sóknarmanninn.