Sérfræðingar CIES eru á einu máli um að Jude Bellingham leikmaður Real Madrid sé verðmætasti knattspyrnumaður í heimi.
Bellingham er metinn á 237 milljónir punda eftir magnað fyrsta tímabil með Real Madrid.
Bellingham tekur toppsætið af Erling Haaland sem fer einnig vel yfir 200 milljónir punda í verðmati CIES.
Real Madrid á tvo næstu leikmenn en þar má finna samlandana frá Brasilíu, Vini JR og Rodrygo.
Arsenal á tvo leikmenn á listanum en þrír koma frá Manchester City.