Vincent Kompany, nýr stjóri Bayern Munchen, vill fá þjálfara hjá Middlesbrough í teymi sitt hjá þýska stórveldinu.
Um er að ræða Aaron Danks, sem er aðstoðarmaður Michael Carrick hjá Middlesbrough. Hann vann áður með Kompany hjá Anderlecht og vill Belginn ólmur fá hann til að starfa með sér aftur.
Danks hefur einnig starfað með Steven Gerrard og Dean Smith hjá Aston Villa.
Kompany tók við Bayern á mánudag en hann kemur frá Burnley. Undir hans stjórn fór liðið upp í ensku úrvalsdeildina í fyrra en féll svo þaðan í ár.