George Baldock fyrrum varnarmaður ÍBV er mættur til Grikklands og hefur skrifað undir samning við Panathanaikos.
Hörður Björgvin Magnússon er leikmaður Panathanaikos og fær því Baldock í sitt lið.
Baldock kemur til Panathanaikos frá Sheffield United sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og var lang slakasta lið deildarinnar.
Baldock hefur spilað tólf landsleiki fyrir Grikkland en Englendingurinn átti gríska ömmu og gat því spilað fyrir land og þjóð.
Baldock fær þriggja ára samning hjá Panathanaikos en hann lék með ÍBV árið 2012 þegar hann kom á láni frá MK Dons.