Andy Lunin markvörður Real Madrid fær ekki að ferðast með liðinu til Englands í dag, félagið óttast að veikindi hans gætu smitast inn í hópinn.
Lunin hefur verið veikur síðustu daga og ekki getað æft með liðinu, liðið leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu á laugardag.
Real Madrid ferðast til London í dag til að hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Borussia Dortmund.
Lunin hefur staðið vaktina í marki Real Madrid í vetur en hann mun ferðast einn til London á morgun eða á laugardag.
Lunin hefur spilað flesta leiki liðsins í vetur en Thiabaut Courtois er orðinn heill heilsu og gæti byrjað leikinn mikilvæga á laugardag.