Hann hrósar einnig ítölsku úrvalsdeildinni.
„Þetta er mjög góð deild og á næsta ári verða mörg lið þaðan í Meistaradeildinni. Deildin hefur bætt sig mikið og ég vona að hún geri það áfram.“
Hinn 25 ára gamli Mbappe er á förum frá PSG en samningur hans í frönsku höfuðborginni er að renna út. Hann er talinn á leið til Real Madrid.
„Frá því ég var barn studdi ég Milan. Ég hef alltaf sagt að ef ég spila á Ítalíu muni það vera fyrir Milan. Þú veist aldrei hvað gerist, en ég horfi á alla leiki með Milan. Öll fjölskylda mín styður Milan og ég horfði líka alltaf á leiki með þeim sem krakki,“ segir Mbappe.
Hann hrósar einnig ítölsku úrvalsdeildinni.
„Þetta er mjög góð deild og á næsta ári verða mörg lið þaðan í Meistaradeildinni. Deildin hefur bætt sig mikið og ég vona að hún geri það áfram.“