Leicester og Everton gætu bæði byrjað með mínusstig í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð fyrir brot á fjármálareglum. Þetta kemur fram í enskum miðlum.
Leicester verður nýliði í úrvalsdeildinn á næstu leiktíð eftir að hafa unnið B-deildina í vor. Félagið hefur þó brotið fjármálareglur og bíður eftir að fá að vita hver refsingin verður við því.
Talið er að refsingin gæti orðið frá 6 til 16 mínusstigum.
Everton er vel kunnugt því að fá mínusstig en 8 stig voru dregin af liðinu á síðustu leiktíð fyrir brot á frjármálareglum.
Það gæti vel farið svo að liðið byrji með mínusstig á næstu leiktið en félagið hefur enn 16 daga til að selja leikmenn og rétta af fjárhaginn.
Takist það ekki verða sennilega 9 stig dregin af liðinu í upphafi næstu leiktíðar.