Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, segir að Steven Gerrard hafi verið betri eða fullkomnari leikmaður en bæði Frank Lampard og Paul Scholes.
Rooney lék með öllum þessum leikmönnum en lang mest með Scholes hjá Manchester United.
Lampard og Gerrard voru einungis samherjar Rooney í enska landsliðinu en um er að ræða nokkra af bestu miðjumönnum í sögu Englands.
,,Paul Scholes, Steven Gerrard og Frank Lampard eru allir mismunandi leikmenn,“ sagði Rooney.
,,Ef þú horfir á alla eiginleikana þá er Stevie sá besti, hann getur varist, gefið boltann, tæklað, hlaupið, skorað mörk og tekið föst leikatriði.“
,,Ef þú tekur saman allt þá er hann bestur af þeim.“