fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Mikil reiði vegna þessara ummæla Jurgen Klopp á kveðjuhátíðinni í gær

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. maí 2024 11:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var haldin kveðjustund fyrir Jurgen Klopp í M&S Bank Arena í Liverpool-borg í gær.

Klopp hætti nýverið sem stjóri Liverpool eftir níu frábær ár, þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna.

Það var farið yfir víðan völl á viðburðinum í gær og meðal annars virtist Klopp skjóta á Chelsea. Hann hrósaði eigendum Liverpool í leiðinni.

„Við ættum að þakka fyrir að hafa þessa eigendur en ekki þá sem keyptu félag í London. Ég hefði ekki lifað af eitt ár með þeim. Loksins þegar þeir spila góðan fótbolta og eru á réttri leið er stjórinn rekinn hvort sem er. Fólk heldur alltaf að grasið sé grænna hinum megin,“ sagði Klopp meðal annars.

Þarna er hann vafalaust að tala um Chelsea og eigandann Todd Boehly. Mauricio Pochettino var látinn fara á dögunum þrátt fyrir að virðast vera að rétta af skútuna.

Þetta fór illa í marga stuðningsmenn Chelsea.

„Einn Englandsmeistaratitill á níu árum. Hann er heppinn að Liverpool er metnaðarlaust félag,“ skrifaði einn netverji.

„Við unnum jafnmarga Englands- og Evrópumeistaratitla og hann á þessum tíma og við áttum samt léleg ár,“ skrifaði annar og mun fleiri tóku í sama streng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur