Barcelona hefur staðfest Þjóðverjann Hansi Flick sem nýjan stjóra.
Flick tekur við af Xavi sem var óvænt rekinn á dögunum, skömmu eftir að Börsungar höfðu sannfært hann um að vera áfram við stjórnvölinn.
Flick er fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands og stjóri Bayern Munchen en nú tekur hann að sér krefjandi starf í Katalóníu.
Barcelona hafnaði í öðru sæti La Liga á leiktíðinni.
Dear Hansi Flick,
welcome aboard. pic.twitter.com/na7d59baqV— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 29, 2024