Metaðsókn var á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna á laugardag þar sem Barcelona vann Lyon. Rúmlega 50 þúsund manns mættu á Estadio San Mames í Bilbaó.
Leiknum lauk 2-0 en Aitana Bonmati og Alexia Putellas skoruðu mörkin og tryggðu Börsungum sigur.
Í tengslum við leikinn hélt UEFA sérstaka ráðstefnu um stöðu og framtíð kvennaknattspyrnu þar sem ýmsir hagaðilar voru saman komnir.
Á meðal þátttakenda voru Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ og Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður sambandsins. Vanda á sæti í nefnd UEFA um kvennaknattspyrnu.
Metaðsókn var á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna um liðna helgi. Í tengslum við leikinn hélt UEFA sérstaka ráðstefnu um stöðu og framtíð kvennaknattspyrnu þar sem ýmsir hagaðilar voru saman komnir. Á meðal þátttakenda voru núverandi og fyrrverandi formaður KSÍ. pic.twitter.com/A5gKmzVpsg
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 28, 2024