Ofurtölvan geðþekka tekur sér ekki frí þó ensku úrvalsdeildinni sé lokið þetta tímabilið og spáir nú í spilin fyrir Evrópumótið sem hefst 14. júní.
Englandi er þar spáð sigri með 19% sigurlíkur en Frakkar koma þar á eftir með 18% líkur.
Þýskaland er í þriðja sætinu en ríkjandi meistarar, Ítalir, eru sjötta líklegasta liðið með 7 % líkur samkvæmt Ofurtölvunni.
EM hefst sem fyrr segir 14. júní og er spilað til 14. júlí.
Hér að neðan má sjá spána.