fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Kristján fékk þessi skilaboð frá manni á Reykjavíkurflugvelli – „Þetta er langt frá því að vera eðlilegt“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið KA var á Reykjavíkurflugvelli um einum og hálfum tíma fyrir leikinn gegn Stjörnunni í Bestu deild karla á sunnudag. Vakti þetta furðu þáttastjórnenda Þungavigtarinnar en Kristján Óli Sigurðsson sagði frá þessu í nýjasta þætti þeirra.

Stjarnan vann leikinn 5-0 og er KA í fallsæti með aðeins 5 stig eftir átta umferðir.

„Þetta var leikur kattarins að músinni. Ég fékk veður af því að KA menn hafi lent á Reykjavíkurflugvelli 15:30 í gær og leikurinn byrjaði 17:00. Þá á eftir að taka farangurinn, koma sér út í rútu eða bíla,“ sagði Kristján.

„Þetta getur ekki verið. Ég bara kaupi þetta ekki,“ skaut Ríkharð Óskar Guðnason inn í.

Kristján tók til máls á ný.

„Það var maður staddur á Reykjavíkurflugvelli sem sendi mér þetta. Hann spurði mig hvort þetta væri eðlilegt. Þetta er langt frá því að vera eðlilegt og endurspeglast kannski í þessum úrslitum á Samsung-vellinum.“

Ríkharð fletti því næst upp fluginu og benti á að vélin hafi lent 15:04.

„Þá eru þeir á vellinum um hálf fjögur,“ benti Kristján þá á.

Mikael Nikulásson var með þeim í setti að vanda en hann spyr sig af hverju KA reyndi ekki að færa leikinn.

„Af hverju fer KA ekki bara fram á að leikurinn sé klukkan sex? Það er hvort sem er ekki flogið heim eftir þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Í gær

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Í gær

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu