Kalvin Phillips gæti verið að fá annað tækifæri í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir afleitt tímabil. Sky Sports segir frá.
Phillips gekk í raðir Manchester City frá Leeds sumarið 2022 en spilaði lítið sem ekkert og í janúar í ár var hann lánaður til West Ham.
Þar gekk hörmulega og hafði West Ham engan áhuga á að framlengja þá dvöl.
Það er ljóst að City getur lítið notað miðjumanninn á næstu leiktíð en það gæti gengið illa að selja hann endanlega.
Það er því ekki ólíklegt að Phillips fari aftur á láni og nú er það Everton sem hefur áhuga.
Everton var í fallbaráttu stærstan hluta tímabils og getur vel nýtt krafta Phillips ef hann finnur sitt gamla form.