Unai Emery hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Aston Villa, félagið staðfestir þetta.
FC Bayern og fleiri lið voru að skoða Emery í vor en hann hafði ekki áhuga á slíka.
Emery hefur breytt Aston Villa svakalega á stuttum tíma eftir að hafa tekið við liðinu í fallbaráttu þegar Steven Gerrard var rekinn.
Á sínu fyrsta heila tímabili stýrði hann Villa í fjórða sætið og þar með inn í Meistaradeild Evrópu.
Þetta verður í fyrsta sinn sem Villa spilar í Meistaradeild Evrópu frá því að hún tók upp það nafn.