Spánverjar hafa tilkynnt EM hóp sinn sem fer á mótið í Þýskalandi í sumar. Liðið er vel mannað.
Rodri er líklega stærsta stjarna liðsins en Lamin Yamal hinn ungi er á sínum stað.
Joselu framherji Real Madrid er á meðal leikmanna og David Raya markvörður Arsenal er á sínum stað.
Marc Cucurella bakvörður Chelsea kemst á listann sem má sjá hér að neðan.