Albert Guðmundsson sóknarmaður Genoa er í liði ársins á Ítalíu eftir frábært tímabil í efstu deild þar í landi. Tímabilinu þar lauk um helgina.
Albert var langbesti leikmaður Genoa sem hélt sínu í deildinni nokkuð þæginlega.
Meira:
Ákæran á Albert hefur líklega áhrif á möguleg félagaskipti í sumar
Albert er hluti af þriggja manna sóknarlínu sem Opta velur í lið ársins en Opta notar tölfræði til að velja liðið.
Albert er þar með Lautaro Martinez framherja Inter og Christian Pulisic sóknarmanni AC Milan.
Liðið er ógnarsterkt en það má sjá hér að neðan.
View this post on Instagram