Það er ljóst að Freyr Alexandersson og hans menn í Kortrijk munu halda sæti sínu í efstu deild í Belgíu.
Þetta varð ljóst í dag en Kortrijk vann lið Lommel 4-2 eftir framlengdan leik og varð allt vitlaust á vellinum eftir lokaflautið.
Freyr tók við Kortrijk í nánast ómögulegri stöðu í byrjun árs en liðið var þá á botni deildarinnar langt frá næsta liði.
Freyr virðist vera magnaður í að koma leikmönnum í gang en hann hélt Lyngby í Danmörku einnig uppi á ótrúlegan hátt á sínum tíma.
Thierry Ambrose var stórkostlegur fyrir Kortrijk í leik dagsins og skoraði þrennu í sigrinum.