Það vakti athygli í gær er Frakklandsforsetinn sjálfur Emmanuel Macron ræddi við knattspyrnustjörnuna Kylian Mbappe.
Forsetinn hvíslaði einhverju að Mbappe fyrir lokaleik þess síðarnefnda fyrir Paris Saint-Germain.
Mbappe hefur ákveðið að yfirgefa lið PSG og er líklega á leið til Real Madrid en hann spilaði allan leikinn er PSG vann franska bikarinn í gær.
Hvað forsetinn sagði við Mbappe er óljóst en margir vilja meina að hann hafi reynt að hvetja stjörnuna til að taka eitt tímabil til viðbótar í París.
Þetta má sjá hér.
Kylian Mbappe and Emmanuel Macron before the match pic.twitter.com/Qeyw6CckTa
— Salomé 🦋 (@S_allomenn) May 25, 2024