ÍA 0 – 1 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson(’56, víti)
Víkingur Reykjavík er nú með sex stiga forystu í Bestu deild karla eftir leik við ÍA sem fór fram á Akranesi í kvöld.
Víkingar skoruðu sitt eina mark úr vítaspyrnu en Helgi Guðjónsson sá um að gera það snemma í seinni hálfleik.
Marko Vardic var rekinn af velli fyrir ÍA stuttu áður og vítaspyrnan dæmd og ljóst að verkefnið yrði erfitt fyrir þá gulklæddu.
Víkingur er með 21 stig í toppsætinu og er sex stigum á undan Breiðabliki sem er í því öðru en á leik til góða.