Nottingham Forest þarf að vera með útsölu á leikmönnum á næstu vikum til að komast í gegnum FFP reglurnar hjá ensku úrvalsdeildinni.
Ef félaginu tekst ekki að selja leikmenn áður en júní er á enda mun félagið missa stig.
Nottingham hefur eytt um efni fram en fjárhagsárið lokast 30 júní og Nottingham þarf peninga í kassann fyrir þann dag.
Nottingham missti stig á liðnu tímabili fyrir að brjóta þessar reglur og er í hættu á að gera það aftur.
Félagið mun reyna að fá inn fjármuni á næstu vikum til að komast í gegnum þetta.