Newcastle vonast til þess að fá tvo enska landsliðsmanninn í sumar en Telegraph fjallar um þetta en ljóst er að þeir þurfa að rífa upp veskið til að láta það ganga upp.
Dominic Calvert-Lewin framherji Everton er á lista Newcastle í sumar og Jarrod Bowen kantmaður West Ham.
Báðir hafa átt góða ferla á Englandi en þeir eru báðir 27 ára gamlir og eiga að ná hátindi ferilsins innan tíðar.
Newcastle þarf hins vegar að selja leikmenn svo þetta gangi upp en félagið er að berjast við FFP reglurnar.