Aurélien Tchouaméni miðjumaður Real Madrid getur ekki spilað úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer eftir átta daga.
Er þetta nokkuð áfall fyrir Real enda er Tchouaméni lykilmaður á miðsvæði liðsins.
„Hann er í endurheimt og vonast til að ná Evrópumótinu,“ segir Carlo Ancelotti þjálfari liðsins.
Leikurinn fer fram á Wembley eftir átta daga en andstæðingar Real Madrid verða Borussia Dortmund í áhugaverðum slag.
Leikurinn verður síðasti leikur Toni Kroos fyrir Real Madrid en hann ætlar að hætta í fótbolta eftir Evrópumótið í sumar.
🚨⚪️ BREAKING: Aurélien Tchouaméni will miss the Champions League final due to injury, confirms Carlo Ancelotti.
“He’s working to recover for the Euros”, he added. pic.twitter.com/pAa4PIUPFJ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 24, 2024