Manchester United hefur ákveðið að láta Erik ten Hag, stjóra liðsins, fara sama hvernig bikarúrslitaleikurinn gegn Manchester City á morgun fer. Guardian segir frá.
Ten Hag er á sínu öðru ári hjá United en liðið hefur átt skelfilegt tímabil. Það endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir áramót.
Sigur gegn City á morgun getur því ekki bjargað starfi Ten Hag.
United skoðar aðra kosti fyrir sumarið. Þar eru Thomas Tuchel, Mauricio Pochettuno, Kieran McKenna, Graham Potter og Thomas Frank allir á blaði.