Það er útlit fyrir að Hansi Flick verði næsti stjóri Barcelona og vill hann fá stórt nafn til félagsins í sumar.
Flick tekur við af Xavi sem var rekinn eftir enn eina U-beygjuna í Katalóníu. Joan Laporta, forseta Börsunga, hafði áður tekist að sannfæra Xavi um að vera áfram.
Flick er fyrrum stjóri þýska landsliðsins og Bayern Munchen og vill hann einmitt fá leikmann þýska stórliðsins til liðs við sig, samkvæmt spænska fjölmiðlinum Relevo.
Um er að ræða Joshua Kimmich, sem hefur verið orðaður frá Bayern.
Kimmich á aðeins ár eftir af samningi sínum við Bæjara og gæti félagið þurft að selja hann í sumar til að missa hann ekki frítt næsta sumar.