Hansi Flick bíður eftir því að Barcelona láti Xavi vita að félagið vilji ekki hafa hann lengur í starfi. Þegar það er klárt tekur Flick við.
Búist er við því að Barcelona láti Xavi fara eftir síðasta deildarleik tímabilsins um komandi helgi.
Xavi hafði ætlað að hætta en Joan Laporta forseti Barcelona sannfærði hann um að halda áfram. Síðan hefur kastast i kekki á milli þeirra og samstarfið virðist á enda.
Flick hefur beðið eftir starfinu og hafnað viðræðum við önnur félög, nú getur fátt komið í veg fyrir það að Flick taki við Barcelona.
Forráðamenn Barcelona eru ósáttir með gengi liðsins á tímabilinu eftir að Xavi stýrði liðinu til sigurs í La Liga tímabilið á undan.
🔵🔴 Hansi Flick, just waiting for Barça to inform Xavi soon on their decision to part ways… and then ready to sign in as new head coach.
He’s only wanted Barcelona for months, not even talking to PL clubs — now ready for his “dream job”.
↪️ Formal steps with Xavi to follow. pic.twitter.com/waxzFmNZWZ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 24, 2024