Þór/KA heldur frábæru gengi sínu í Bestu deildinni áfram en liðið valtaði yfir Tindastól í kvöld.
Akureyringar kláruðu dæmið í fyrri hálfleik í kvöld og komust í 4-0. Mörkin gerðu Agnes Birta Stefánsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Sandra María Jessen.
Emelía Ósk Kruger bætti svo við fimmta markinu seint í leiknum og lokatölur 5-0.
Þór/KA fer þar með upp í annað sætið deildarinnar með 15 stig, jafnmörg og Valur er með en þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks.
Tindastóll er í sjötta sæti með sex stig.