Albert Guðmundsson í byrjunarliði Genoa gegn Bologna í kvöld. Fyrr í dag bárust fréttir um það að ríkissaksóknari hefði fellt ákvörðun héraðssaksóknara í máli leikmannains úr gildi og lagt fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum. Albert verður því ákærður fyrir kynferðisbrot.
Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður konunnar sem lagði fram kæru á hendur Alberti síðasta sumar sagði frá þessu í samtali við Vísi. Mál Alberts hafði upphaflega verið látið niður falla af hérðassaksóknara.
Albert er að eiga frábært tímabil með Genoa og er hann á sínum stað í byrjunarliðinu gegn Bologna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er liður í lokaumferð Serie A. Skiptir hann litlu sem engu máli fyrir lokaútkomu deildarinnar.
Albert hefur verið orðaður við stærri félög í aðdraganda sumarsins, á Ítalíu og annars staðar.