Jurgen Klopp mætir aftur á sinn gamla vinnustað í næsta mánuði þegar Taylor Swift verður með tónleika á Anfield.
Klopp sagði frá þessu þegar hann svaraði spurningum starfsmanna Liverpool á lokadegi sínum í starfi.
Klopp kvaddi Liverpool á sunnudag þegar hann stýrði liðinu í síðasta sinn, hann taldi sig þurfa á fríi að halda.
Eiginkona hans hafði fyrir löngu keypt miða á tónleikana en Swift hefur undanfarið ferðast um heiminn og troðið upp.
Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi en Klopp er sagður hafa mikið álit á henni og tónlist hennar.
Segir í frétt The Athletic að Klopp hafi tekið stuttan bút úr laginu Shake it Off þegar hann ræddi við starfsmenn Liverpool.