Mauricio Pochettino og forráðamenn Chelsea voru ekki sammála um það hvernig félagið tæki næstu skref, sökumm þess var samstarfinu slitið í gær.
Pochettino fundaði með stjórnendum Chelsea á mánudag og þriðjudag og eftir þá var ljóst að samstarfið yrði ekki áfram.
Pochettino vildi fá meiri völd yfir leikmannamálum félagsins og hafa þar ákvörðunarvaldið yfir því hverjir kæmu og færu.
Það vill Chelsea ekki leyfa en á vefmiðlum er talað um leikmannamál, vitað er að stjórnendur Chelsea vilja selja uppalda leikmenn til að komast í gegnum FFP kerfið.
Þannig vill Chelsea selja Conor Gallagher í sumar en Pochettino var ekki hrifin af þeirri hugmynd, það er eitt af þeim málum sem deilt var um.