Veðbankar á Englandi hafa lækkað stuðulinn hressilega á það að Manchester City hreinlega falli úr ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Ástæðan eru 115 ákærur ensku deildarinnar á City vegna brota þeirra á reglum um fjármál.
Búist er við að niðurstaða í því máli fáist á næstu mánuðum, verði City fundið brotlegt er ljóst að félagið fær væna sekt.
Líklegt er að stig yrðu þá tekinn af liðinu og telja veðbankar því einhverjar líkur á því að City sem hefur orðið meistari fjórum sinum í röð hreinlega falli úr deildinni.
Stuðulinn á að City falli er 26 en til að bera það saman er stuðulinn á að Liverpool eða Arsenal falli 2000.
City hafnar allri sök í málinu en liðið vann mál gegn UEFA sem fjallaði um þessi sömu brot og enska deildin er nú að skoða.