Framtíð Kevin De Bruyne hjá Manchester City er í óvissu en nú er áhugi á honum frá Bandaríkjunum.
The Athletic greinir frá því að San Diego FC, nýtt félag í MLS-deildinni vestan hafs, hafi sett sig í samband við fulltrúa Belgans.
Þar kemur fram að hinn 33 ára gamli De Bruyne sé opinn fyrir því að flytja til San Diego, ætli hann sér að klára ferilinn í Bandaríkjunum.
De Bruyne á ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistara City og óvíst hvað hann gerir í sumar.
De Bruyne hefur verið með betri leikmönnum heims um árabil en gæti brátt tekið skrefið út fyrir Evrópu. Sádar hafa einnig sýnt honum áhuga.