Bayer Leverkusen hafði ekki tapað leik á tímabilinu þegar kom að úrslitaleik Evrópudeildarinnar en liðið mætti Atalanta í Dublin í kvöld.
Ademola Lookman framherji Atalanta var hins vegar í stuði í kvöld og Leverkusen átti aldrei séns.
Lookman skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og kórónaði svo hinn fullkomna leik með þriðja markinu í þeim síðari.
Ademola Lookman fékk boltan vinstra megin og hamraði honum í netið eftir að hafa leikið á varnarmann Leverkusen. Frábær leikur.
Xabi Alonso og lærisveinar hans þurfa að vera fljótir að þurka tárin eftir úrslitaleikinn því þeir leika til úrslita í þýska bikarnum á laugardag.