Breiðablik vann Stjörnuna 2-1 í Bestu deild karla í gær. Gestirnir úr Garðabænum fengu færi til að jafna þegar leið á leikinn en nýttu sér það ekki.
Patrik Johannesen og Jason Daði Svanþórsson gerðu mörk Blika í gær en Emil Atlason minnkaði muninn fyrir Stjörnuna úr víti sem Örvar Eggertsson krækti í. Örvar var einmitt til umræðu í Þungavigtinni en þar vildu menn sjá hann gera mun betur þegar gestirnir voru í álitlegri sókn í seinni hálfleik.
„Þeir fengu fína sénsa til að jafna, sérstaklega þegar það voru þrír varnarmenn Blika eftir á móti einhverjum fimm sóknarmönnum Stjörnunnar. En Örvar Eggertsson, leiksskilingurinn hans er oft ekki upp á tíu,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sem vildi, eins og margir, sjá Örvar gefa boltann.
„Það er svakalegt að gefa ekki boltann þarna,“ skaut Ríkharð Óskar Guðnason inn í áður en Kristján tók til máls á ný.
„Það er ófyrirgefanlegt. Þá hefði Baldur verið einn á móti markmanni,“ sagði hann.
Úrslitin þýða að Blikar halda í við Víkinga á toppi deildarinnar, eru með 15 stig en þremur stigum munar á liðinum. Stjarnan er í áttunda sæti með 10 stig.