Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands segir að ekki hafi komið til greina að velja Aron Einar Gunnarsson eða Gylfa Þór Sigurðsson í landsliðshópinn að þessu sinni.
Aron hefur jafnað sig af meiðslum í Katar en hefur lítið spilað, hann hefur spilað örfáar mínútur með liðinu síðasta árið.
Aron vonast til að finna sér nýtt félag í Katar í sumar og gæti komið aftur inn í landsliðshópinn í haust. „Við ræddum saman,“ sagði Hareide.
Hareide átti eining samtal við Gylfa Þór Sigurðsson sem glímir við smávægileg meiðsli en hefur verið frábær með Val í upphafi tímabils.
„Við vorum sammála um að það væri betra fyrir hann að komast betur af stað og þá gætum við skoðað stöðuna í haust,“ sagði Hareide.
Gylfi glímir við meiðsli í baki og hefur ekki getað spillað síðustu tvo leiki með Val vegna þess.