fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Fyrirsæta varar eiginkonur frægra manna við – Lýsir því hvernig þeir fara að því að halda framhjá þeim

433
Miðvikudaginn 22. maí 2024 14:00

Belle Olivia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og fyrirsætan Belle Olivia segir eiginkonum knattspyrnumanna að fylgjast vel með hvað þeir gera á netinu því þeir haldi gjarnan framhjá.

Hin 21 árs gamla Belle, sem hefur slegið í gegn undanfarin ár með djörfu efni sínu, segist hafa sannanir fyrir þessu, að frægir knattspyrnumenn hafi oft samband við sig.

„Mér finnst ógeðslegt hvað margir knattspyrnumenn sem eiga konur eða kærustur tala við mig. Þeir kaupa aðgang að efninu mínu og biðja mig um að senda sér persónulega. Þetta fer á það stig að ég veit hvað þeir heita og þegar ég fletti þeim upp eiga þeir gjarnan kærustu eða eiginkonu og börn,“ segir Belle.

Belle Olivia.

„Ég veit að ég er nánast í kynlífsbransanum en það sem þeir gera fer langt yfir strikið. Þeir eru ekki heiðarlegir við maka sína. Sumir þeirra segjast vilja gera hluti sem þeir fá ekki frá eiginkonu sinni en það er alls ekki sanngjarnt gagnvart þeim.“

Belle hefur þó ekki áhuga á að nafngreina mennina. Hún vill frekar biðja maka þeirra um að vera varkárar.

„Ég vil ekki sundra fjölskyldum en ég vil að makar leikmanna setji þeim skýrar reglur. Þær þurfa til dæmis að fá að vita aðgangsorð hjá mönnum sínum, fletta upp vafrasögunni þeirra og fá að vita vita hvar þeir eru,“ segir Belle og bendir á að knattspyrnumenn sem halda framhjá eigi gjarnan fleiri en einn síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Luiz um framtíðina: ,,Erum í viðræðum við stjórnina“

Luiz um framtíðina: ,,Erum í viðræðum við stjórnina“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sonur landsliðsþjálfarans veður í sérfræðinga RÚV eftir kvöldið – „Annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert“

Sonur landsliðsþjálfarans veður í sérfræðinga RÚV eftir kvöldið – „Annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA