Laura Woods sjónvarpskona í Bretlandi er afar vinsæl í starfi en hún gat ekki starfað fyrir TNT um helgina eftir að hafa lent í slysi.
Woods var í fríi með unnusta sínum þegar hún lamdi kodda óvart í ljósakrónu, við það flugu glerbrot yfir andlit hennar.
Woods útskýrði málið í langri færslu á samfélagsmiðlum þar sem Adam Collard var mættur með. henni á sjúkrahúsið.
Þrátt fyrir það hafa netverjar farið að búa til sögur um að Collard hafi lagt hendur á Woods og hann hefur fengið nóg af því.
„Grjóthaltu kjafti og lestu Instagram færslu hennar,“ skrifar Collard í svari við einum af þessum sögum á X-inu.