Kieran McKenna stjóri Ipswich er líklegastur til þess að taka við Chelsea en félagið búið að reka Mauricio Pochettino úr starfi. Hann stýrði liðinu í eitt tímabil.
Pochettino og stjórn Chelsea voru ekki sammála um framhaldið um hvaða leikmenn ættu að fara frá félaginu í sumar.
McKenna hefur stýrt Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum en Brighton hefur einnig áhuga á að ráða hann til starfa.
Roberto de Zerbi er einnig nefndur af Guardian sem telur upp þá kosti sem Chelsea er með á blaði hjá sér.
De Zerbi hætti með Brighton á sunnudag en félagið er að reyna að fá McKenna líkt og Chelsea.
Thomas Frank hjá Brentford, Michel hjá Girona, Sebastian Hoeness hjá Stuttgart og Vincent Kompany hjá Burnley koma einnig til greina.